Ég er falin bakvið grímu,
málningar og fata.
Leik mín litlu leikrit,
allan daginn,alla daga.
Vildi geta stokkið út fyrir sviðið,
án þess að hafa fyrir því kviðið.
Gríman er að falla.
“Sjáðu hér er ég”!
finnst ég vera nakinn,
á vörn mína aftur kalla.
Svona er lífið,trúðu mér.
Við erum öll að leika,
því við kunnum aðeins að feika.
Enginn veit hver við erum,enginn sér.
Ég fæ ekki sé hvernig ég get lifað
með grímu á mér fasta.
Vildi hafa kjarkinn,til að kasta.
Þarf hjálp svo henni verði bifað.
Einhvern tímann vonandi mun ég finna
útganginn úr þessum gervihugarheim.
Hvenær mun þessum leikaraskap linna?
Vill losna við allt plat og andlitslit,
vera ég sjálf,en ekkert afrit!