Hversu lífið leikur sér,
léttir himin bláan.
Þó setur skuggi yfir mig,
sorgina og sársaukann háan.
Þótt sólin skíni björt á brá,
og stjörnurnar yfir mér þokast.
Er eitthvað sem ég losna ei frá,
þú hvarfst og hjarta mitt hefur lokast.
Er ósk mín sú bjartasta að ég gæti,
lífgað þig við,sorgin fyrir bí.
Gætum við þá hlaupið létt á fæti,
sæi ég jafnvel sólskinið á ný
En þótt úti dali og hjarnið frýs,
mun hugur minn ávallt veltast um þig.
Ég elska þig ávallt ástin mín,
ég man þig, mundu mig…