Þú drapst mig með orðum þínum,
niðurlægðir mig með gjörðum þínum,
lést mér líða eins og ósýnilegri.
Afhverju elska ég þig enn?

Þú barðir mig, sárin gréru.
þú særðir mig, ég gleymdi því.
Þú varðst miður þín, ég fyrirgaf.
Þú ert sá sem ýttir mér í kaf.

Hjartað er í molum, lítið brot og brot.
Tárin renna, verður aldrei á þeim þrot?
Ég gleymi aldrei angistinni
sem þú ollir mér,
samt sit ég, bíð og vona,
eftir símtali frá þér.


Vildi bara drukkna í sorgum mínum nú.
Finna ekki lengur sáraukann
sem gafst mér þú.