áður en þið lesið þetta, þurfið þið að vita, að þetta ljóð er ekki um neinnn, til neins eða sýnir neitt um tilfiningar mínar, og ég veit ekki hvaðan ég fékk inblástur, samt er það komið saman að ljóði hérna;
Ég þoli ekki að vera nálægt þér,
Þegar það gerist reiðist ég innra með mér.
Hvernig þú hlærð og gerir þig sæla,
Er ég beinlínis við það að æla.
Þér finnst smart að vera í peysu úr ull,
Á meðan er ég hatri full.
Þú heldur að þú sér vinkona mín,
En í rauninni er það lygin þín.
Ég skálda einhvað sem mér finnst flott,
En þú hæðist að því og setur upp glott.
Þegar foreldrar þínir skammast í þér,
Brosi ég stórt innra með mér.
Allt þetta hugsaði ég,
Alveg þar til þú fórst frá mér.
Þá skildi ég að mér þótti vænt um þig
Og söknuðurinn mun aldrei yfirgefa mig.
….