Hvað er ást?


Ást er ekki eitthvað sem við finnum
Ást er sem sorg, sem rignir af himnum
Hatur í kjölfar, ekkert við því að gera
Kvalir og þjáningar, komnar til að vera

Fáum við grið, fáum við frið?
Mundu raddirnar hverfa, sem eru í höfðinu á mér
hvíslandi með nístandi röddu um að ég eigi að hlýða sér
Ó guð minn (eikkað nafn) ég þarfnast þín hér.

Myrtur

Ég hef verið myrtur
líkaminn í líkhúsi og hefur verið snyrtur
tilbúinn í gröfina og moldina yfir
ég dey aldrei svo lengi sem þú lifir
ég anda í gegnum þig
er þú horfir á moldina grafa mig
langt í jörðu
gegnum blauta leðju og lendi á einhverju hörðu
grjótin mölva kistuna svo ég slepp út og það er horft
er ég svíf uppí loft.
langt frá öllum og hverf í skuggann
en mundu að í hvert sinn sem þú lítur út um gluggann
þá er ég að horfa niður
og yfir þig leggst friður
þú sofnar fljótt
er ég læðist inn til þín hljótt
tek þig með mér á flug
ég gef þér hjarta mitt og hug
ég er þinn svo lengi sem þú vilt mig
ég er hér til að halda áfram að elska þig.

Vængir Sannleikans


Ég vildi að ég gæti farið burt
svifið á vængjum og ekki þurft
að útskýra fyrir þér það sem er óútskýranlegt
það sem ég gerði þér er ófyrirgefanlegt
ekki taka mig aftur, ég særi þig á ný
ég veit að ef ég fengi tækifæri til
myndu tilfinningar særast á ný
ég er á vængjum sannleikans
langt frá staðreyndum raunveruleikans
ég er þar sem ástin er við völd
þar sem ástin er aldrei köld,
ég er hjá þér

Where are you now?

Where have you gone?
Wherever I look, none
You ran away when I was needing
Feeling alone, bitter and bleeding
Dying beneath your feets
I only hear my heart's final beats
Where is my breath?
I was waiting suffer and soon death
My hands, covered in blood
Now, where is my God?
My eye's were blind, but still I could see the sky
Where are you now, when I'm dying…?

Sorg

Ég sit einn í sorg, tár renna niður mínar kinnar
Græt yfir dánarbeði þínu og læt tárin falla á það til minningar þinnar
Ég er eins og lítill strákur sem felur tilfinningar sínar
Augun rauð og þrútin eftir aldargrátur því tilfinningar þínar urðu aldrei mínar
Sama hvað ég biðst fyrir, þá ertu að farin frá mér
Núna fæ ég aldrei tækifæri til að segja að ég sé ástfanginn af þér
Enginn sá leynda fegurð þína, en ég er sá sem sér…

Ég fell niður á hnén, kreppi hnefanna og lem í þína mold
Ég leggst þér við hlið og leyfi maurum að éta einnig mitt hold
Án þín verð ég ekki, án þín er ég ekkert, ég er ekki þekktur
Aðeins einmanna þér við hlið í rigningunni, svekktur
Finn fyrir dropunum eyða mér að innan…

Því þarftu að yfirgefa mig, við áttum allt saman
Rigningin er byrjuð að éta mig upp í framan
finn fyrir kulda, en samt svo mikilli hlýju
því vaknaru ekki og leyfir mér að elska þig að nýju?

Ég sekk dýpra og dýpra niður á við
Tek utan um þig og finn þar loksins frið….
Sjóðbullandi Sexy! Er dom í svefnherbergi Vefstjóra.