Eins og þið hafið mörg hver orðið vör við í gagnrýnum mínum, þá kalla ég ákaft eftir stuðlum og höfuðstöfum þegar þið notið rím. Ég veit ekki hversu vel þið eruð að ykkur í bókmenntum þannig að ég hef hugsað mér, að ræða þetta hugtak aðeins.
Ljóðstafir eru elsta stílbragð í íslenskum ljóðum. Það fluttist hingað með landnámsmönnum þeim er fluttu ljóð. Þess ber glöggt merki í ljóðum eins og ,,Sonatorrek“ og Hávamálum.
úr Hávamálum
6.
að Hyggjandi sinni
skylit maður Hræsinn vera
Heldur gætinn að geði…..
Rím aftur á móti kemur frá Bretlandseyjum á 12.-13.öld en blandast inn í íslenskar hefðir. Rímur urðu snar þáttur í íslensku menningarlífi(ef slíkt er hægt að kalla!) og voru mörg bragform notuð. Rímur án ljóðstafa þóttu ákaflega lélegur bragur.
Þjóðskáldin notuðust öll við bæði þessi hugtök, hvort heldur sem rím eða ljóðstafi.
úr Íslands minni e. Jónas Hallgrímsson
eldgamla ísaFold
ástkæra Fósturmold
Fjallkonan fríð
Eins og sjá má, þá skiptir líka máli hvar ljóðstafurinn er settur.
Nú í gegnum tíðina hafa hlutirnir breyst. Nýjir straumar og stefnur koma fram, td. formbyltingin. En hvað varð um rímið og stuðlana? Rímið hvarf að mestu leyti en oftar en ekki mátti sjá stuðluð kvæði, jafnvel atómljóð. Ljóð sem virtust án allra annmarka og lutu engum reglum, innihéldu ljóðstafi.
Úr Riddaranum blinda e. Tómas Guðmundsson
…og Myrkrið fjarar-
…………………………….í Marmarahvítu
Morgunljósinu jörðin vaknar
Nú, ég ætla ekki að hafa þettta lengra. Ég vildi svona fyrst og fremmst gera grein fyrir hvers vegna ég er að ,,bögga” ykkur alltaf með þessu. Það er nefnilega enn svo, en hafið ekki hátt um það, að óstuðlaður og rímaður kveðskapur þykir ekki vandaður.
En kannski eru tímarnir að breytast,en ég sit eftir….