Tvö ljóð eftir mig. Ekki beint heðbundin ljóð.
Hef ekki samið mörg ljóð svo mig langaði bara að fá smá álit á þessum … :)
______________________

Kippir í kinnar
Það er að myndast bros
Ég sá þér bregða fyrir
Þú horfðir á mig
Brostir og veifaðir
Fiðrildin vöknuðu í maganum
En svo leit ég við
Þú varst ekki að veifa mér
Hún stóð fyrir aftan mig
Og hélt á hjartanu úr þér.

______________________

Tárin leka
Hægt trítla þau niður kinnarnar
Eitt á fætur öðru
Bleita þau vangann
Leka sína eigin leið
Mynda einskonar árfarveg
Eins og lífið var orðið
Þægilegur farvegur
Áður en þú sagðir bless.
Life isn't about finding yourself.