Mmm… Mér sýnist þú enn nokkuð ‘fastur’ á því að skoða tónlist einungis út frá miði samsetninga og tónsmíði umfram ‘tjáningar’ (þ.e.a.s. ‘sálu’)…;-)
Ekki ósvipað meistara Koryu er veldur sverði fullkomlega samkvæmt formi og hefðum, en getur þó ekki athafnað sig ‘lifandi’ og telst þarafleiðandi ‘dauður’, þ.e.a.s. ‘sálarlaus’…
Dæmin sem ég skaut inn að ofan voru einungis þess til fallinn (þá helst Darkthrone og Burzum) að gefa í skyn hversu hljómföllin - þó einföld og jafnan nær tilbreytingarlaus - valda tjáningu og boðskap heldur en hinu. Vitanlega er ekkert að því að aðhyllast tónsmíði vegna uppbyggingar og tækni (þá sérstaklega innan klassískrar tónlistar) og hér er ég enginn hvítvoðungur þó ég tali ekki ‘tónmáli’, enda búinn að aðhyllast klassíska tónlist síðan á blautu beini. Hitt er annað mál og sannanir því til forsendu; að - oftar en ekki - þegar þessir ágætis menn (þ.e.a.s. málmlistamenn) fara að semja út frá tónlistarlegum grundvelli, þá tapast styrkleikurinn og andinn þó svo að tónlistin - sem slík - batni óðum…
Helsti munurinn á okkur félagi - og okkar hugsjónum - væri sá; að einn telur sig yfir annað hafinn og hinn ekki. Meistaraverk Vivaldi, Brahms, Bach og Mozart (sem sumir hverjir telja þó ‘easy listening’ innan klassískrar tónlistar, en þar kann ég betur að meta Beethoven og Wagner) hafa snyrt eyrun - oft á tíðum - undanfarin 20 til 25 ár… Hvað varðar áhuga minn á svipaðri eða jafnan ‘laustengdri’ tónsmíði þessa dagana; þá aðhyllist ég persónulega kvikmyndatónlist James Horner og Jerry Goldsmith.
Emerson, Lake og Palmer þekki ég einnig mjög vel, en þó hef ég ánetjast meistaranum Frank Zappa öðru fremur, svona þegar á þá tíma er litið…
Ef þú vilt kynna þér málmtónlist útfrá gæðum tónbreytinga og - oft snilldarlegra - tilbreytinga; þá mæli ég með eftirfarandi:
Master´s hammer
Pan-thy-monium
The summoning
Arcturus
Melt banana (meira pönk, en þó metalskorið)
…En hví skyldi málmtónlist ganga út frá tæknilegri smíði umfram því er helst skiptir máli, en það væri þá ‘frjáls’ og ‘óháð’ leið til tjáninga og túlkunar á því - og þá vegu - er sjaldan fylgir venju og vali lýðsins.
Að öðru leyti þó í anda ofanverðs; þá olli eftirfarandi hugarangri:
Það er enginn sál í metal svo það sé á hreini, ef sál alheimsins er til (anima mundi) þá nær það ekki í hjörtu þessara ólistamanna ásamt barnaníðingum og fleirri.
Á þessu sýnist mér þú hafa varpað hulunni og að þú standir staðfastur á þjóðfélagslegu og siðferðiskenndu sjónarmiði gegn metal-hreyfingunni; þá líklegast vegna ‘ofstækisfullrar’ ímyndar sem boðskapar, en ekki skildi gleyma því hversu list og menning hafa oftast nær ‘umvarpast’ (breyting til batnaðar?!?) vegna afreka þeirra er stönguðust á við það ‘norm’ er þekktist í þjóðfélaginu í sinni tíð. Vei sé þeim heimi er byggist á stjórnun tjáninga, siðferðiskenndar og hugaróra…
…En þú lumar þó á eigin leið til ‘opinberunar’ félagi og þar skyldi íhuga hugtak ‘Anima/Animus Mundi’ og hvað það þýðir raunverulega…;-)
Kv,
D/N