Gengur um strætin
drengur,
boginn í baki
brotinn að innan,
vöðvi kærleikans.
Seint gróa þau sár
en gróa samt.

Situr á endanum
stúlka,
felur andlitið í höndum sér,
renna þau tár sem eftir standa.
Augu hennar full af þrá
eftir því sem var,
áður fyrr.

Hittast við endann,
drengur og stúlka.
Horfast í augu,
fyrirgefa.


Höf: FanneyBjörkÓlafsdótti
//