Og það fer í taugarnar á mér að einhver sé að pirra sig yfir á hvaða tungumáli fólk kýs að skrifa ljóðin sín. Fyrir mér er alveg jafn eðlilegt að skrifa á báðum málunum sem ég er vel fær í. Ég hef búið erlendis og á marga erlenda vini og stundum hugsa ég bara á ensku.
Ég sagði einnig að enska á bara fleiri orð yfir tilfinningar mínar og mér finnst það oft þannig, kanski er ég bara ekki nógu fær í íslensku.
En allavega langar að vita hvað þið kæru hugarar hafið um málið að segja, er okkur íslendingum skylt að semja á íslensku?
Diamonds arn´t forever….. Dragons are