Langaði bara svona til að setja tvö stutt hingað inn. Ef einhver les þau þá er það bara plús. Þau munu (vonandi) koma í ljóðabók sem ég er að vinna í, en margir hafa sagt mér hvað þetta eru léleg ljóð allt saman svo ég veit ekki hvernig þetta ævintýri mun enda:)

anyways:

Nafn: Ör

Hún reyndi að koma í gær,
en ég lokaði á hana
“farðu til andskotans”.
Og ég hélt áfram mínum gjörðum
- en samt hef ég það alltaf á tilfiningunni,
að hún sé þegar hér
þegar ég hugsa um það
þá er hún alltaf hér
horfir á mig.
þetta nagar mig.

Besta meðalið við henni er áfengi
- en ég nota annað
ég nota afsakanir
og plata sjálfan mig
“Góður leikur hjá þér”
segir hún.
Hún er bæði vond og góð.
Heldur aftur að manni
- en samt
einhvern vegin
hefur mér tekist að halda henni niðri
ég skelli á hana.
“FARÐU TIL ANDSKOTANS”
þetta stoðar ekki

Samviskan vinnur alltaf að lokum


nafn:Wow.

Ég hugsa stundum
um hugarástand mitt
hvert stefnir það?
langanir
fíkn.
Ég er flón.

ég leitaði blárra blóma,
í arathi.
ég fann þau.
en þau voru ekki raunveruleg.
þau voru í tölvuleik.
hi