Í staðinn fyrir að offylla síðuna og vera leiðinlegur ætla ég að skella inn hér nokkrum ljóðum eftir mig í þennan þráð og taka svo pásu.

Fáfnir

Þegar sólin sest á Fáfniskofa
og börn reykjavíkur far'að sofa
þeir grimmu mótorhjólin klofa
þegar sólin sest á fáfniskofa

Lestin(um fyrsta skifti mitt í lest)

Mikið þótti mér vænt um hana
sem kynntist ég á mörkum dana.
Bæði eigum við endastöð.
Ég Reykjavík, hún Birkeröð.

Kominn aftur(um flutning minn aftur til Íslands)

Kominn aftur á kaldan klaka.
Með skakkt bros ég lít tilbaka.
Með brotið hjarta og ástarsorg
yfirgaf ég Gautaborg.
Hver getur sagt hvað framtíðin gefur
þegar hjarta manns liggur og sefur?
Nú, í gauta er ég bara gestur
en tími minn sem barn þar var alltaf bestur.

Takk fyrir mig
Arnór Hermannsson