það er lækur blóði drifinn er rennur okkar strætum á
mistur er leikur loftið um, það er ekki glætu að sjá
er mettir græðgis hundar sem vilja mikil goðorð
og brosa sínu breiðasta er þeir hvísla svikin loforð
það eru sextíu og þrjár sálur, margar eru samróma
sumar vel hugsandi en flestar falla í hégóma
landið með óreiðu stjórnað og í lyga vef er spunnið
ekki sjón að sjá en er með gilltum borða bundið
og rökkum fer fittnandi meðan vöxtum fer vaxandi
soltinn stend á hæsta tindi brunnum fána flaggandi
bandið helst rakknandi af því ey fer þetta batnandi
á meðan sjónleysingjar taka sínum óförum fagnandi
til þess að fá göfugan sess skal snöruna strekkja
gera áætlanir um stóryðju og landinu skal drekkja
og ég er sagður frjáls en það á mig að hlekkja
galtómur er minn askur og ís köld er mín rekkja
mjög lág er mín stétt og eingar hærri mun ég þekkja
mun mína hlekki bresta er reyni á þessu að klekkja
því með röngum hugsjónum mun þeim neitt hlotnast
ætti að varpa þeim í hildýpi, grípa um mín vopn fast
þetta er ekki fullgert en er samt nokkuð sáttu