Fingra-gaman

Liprir fingurgómar þínir
koma við líkaman minn.
Ég finn fyrir þránni í fingrunum.
Þeir ráfa um líkaman í leit að
ósnertum stað.

Eftir dágóða leit ferðu á
tilfingarríkan stað sem þráir
snertingu þína.
Þráin hefur beðið lengi og því
tilbúin að taka við þeim.

Ráfandi eins og rykkorn á götu
leitandi af dvalarstað,
kemur þú loks með taktföstu millibili.
Líkaminn leitast alltaf eftir því að fara
hraðar enn þú kemst,
eins og keppt sé um tíman.

Á vissum tímapunkti verður til sprenging,
sprenging sem fær okkur bæði til að brosa.



ég veit að þetta er kannski ekki beint stutt ljóð! en mig langaði samt að setja það hér í staðin fyrir að gera kork úr þessu:)