Bara ef ég ætti, ofurlítið ljóð.
þótt það væri varla samið
hnoðað, leirt og illa lamið,
þá kannski gæti létt ég þína lund,
hlátur þinn í eyrum látið hljóma
og eftir stutta stund
stjörnur myndu í augum þínum ljóma,
kannski bros á þinni kinn
myndi fylla mig af hlýju
og kæta mig um sinn.
þvílíkt glöð ég yrði að nýju
ef þú yrðir aftur minn.


dorfi
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”