Hvar ert þú? út í horni að hugsa um egin vanlíðan
eða djammandi í bænum og ráfandi milli partýja
hver ert þú? sá sem gengur um hokinn og allir star'á allstaðar
eða sá sem leiðir vinahópinn og er hrokur alls fagnaðar
hvað átt þú? safn af sorgar sögum en engan til að deila með
eða einhverja til að hlæja með sem hafa eitthvað að segja þér
Hvað viltu? láta halda utan um þig og segja að allt verð'í lagi
eða meira áfengi og fleira fólk til að taka með í bæinn
hvað sérðu? allt svart og loga sem brenna vilja þinn
eða von og trú og alla sem munu styðja þig
hvað heyrirðu?í fólki sem hvíslar um þig og dæmir þig
eða alltaf fögur orð um þig og ekkert sem særir þig
hvernig er lífið? vonlaust útaf sundurslitinni fjölskyldu
eða áhyggjulaus leikur þar sem aldrei lognar fjörinu
Hvað sérðu? sjálfan þig í spegli, og hrækir því á myndina
eða sjálfan þig í spegli, gæjann sem er inní dag.
Hvað er títt? allt í fokki, getur ekki feisað hvað þú ert orðinn
eða allt það besta, lítur vel út springandi af stolti


en sama hver þú ert skaltu alltaf muna
stattu þig, haltu eldimóðinum í funa
þó það séu margir sem hafa það betra
þá eru fleiri sem hafa það verra

comments please