Ég horfi á sólina hníga til viðar,
hamingjuhrollur hríslast um mig.
Hún hverfur á bakvið fjöllin í fjarska,
fögur líkt og hún hefur ætíð verið.
Þó er mér alls ekki rótt,
hjartað mitt slær títt og ótt.
ég græt hljótt,
í hjarta mínu ríkir eilíf nótt.
Aldrei mun ég sjá sólina aftur,
þögnin er mín hinsta kveðja.