Þessa vísu orti ég í amstri hvunndagsins og hef ég þó nokkuð gaman af henni :)
Kaffi-Haffi
Er hann Haffi
drakk kaffi,
hann kaffið lapti
af þvílíkum krafti,
að fólkið í kringum hann gapti!
Svo er það þessi stórskemmtilega limra um félaga minn hann Barða.
Barði
Barði barði mann frá Garði,
blessaður maðurinn á hann starði.
“Hví gerðirðu þetta?”
Barði lét orðin detta:
“Mér líkar ekki þessi augnfarði!”
Og að lokum ein staka um þetta fyrirbæri sem við þekkjum flest.
Ást
Ástin bítur,
og skilur eftir sig tannaför á sál,
hjartað brýtur,
en tendrar svo eilípðarinnar bál.
Öll ljóðin eru undirritaðan, Ólaf Kjaran Árnason.
Takk fyrir.