Báðar þessar stökur tengjast áfanganum “Nauðungarfluttningar 1490-2010” sem kenndur er við sagnfræðiskor í Háskóla Íslands. Þá fyrri samdi ég fyrir fyrirlestur sem við fluttum um nauðungarfluttninga tengda framkvæmdum við stífluna við Yangtze fljót en seinni stökuna samdi ég svo þegar ég var að rembast við að klára heimaprófið í þessum blessaða áfanga.

Stíflan stór í Kína er,
stendur í miklum skurði.
Kárahnjúkar koðna hér,
og hverfa í samanburði.

&

Ritað hef ég heila gnægt,
högg sér ei á vatni.
Heimaprófið sækist hægt,
hamra ég það af natni.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _