Bróðir



Eitt sinn ungur duglegur strákur
sem bað bara um frið
og það gerði hann aftur og aftur
þar til hann fór í eiturlyf

Ég sá strax að þetta var ekki minn bróðir
Sem hafði barist um góðan málstað
sem tóku hann á allt aðrar slóðir
og létu hann verða drengin sem hann er í dag

En hann sökk bara dýpra
Sama hvað hann barðist
Hann vissi að hann vildi skipta
því aður en hann myndi vita þá væri hann farinn


Síðan var hann settur inn á stofnun
Því hann vildi komast aftur inn í sitt líf
Bróðir minn hefði endað í klofnum
Ef hann hefði ekki sýnt í hvað honum býr


Ég var farinn að vona að þetta væri einn af mínum draumum
Og að bróðir minn hafi ekki verið syndandi með draugum
Síðan tók hann eftir því að hann var farin að þroskast
og sagði “Bróðir ég skal geta þetta hvað sem það kostar”

Honum gékk svo vel og þegar ég sá hvað hann var að gera
Var ég fullur af stolti og fannst hann vera ofurhetja