Á leikvellinum

Gekk hann niður græna hólinn
Gaman er að syngja um bólin,
Krakkarnir syngja um söngvana ljúfa
En ekki er gaman hjá honum Fúsa,
Einn og yfirgefinn og allt til að kvíða
Horfir þá einn á himininn blíða,
Hljóma vötnin eins og hörpurnar
Sem stúlkurnar spila á
Og allir vilja líka fá.

Allir á stjá
En samt engan að sjá
Hvað er að gerast?
Segðu mér nú
Hví þú hefur þessa lús?
Fúsi hann röltir norður og niður
Nánast hvar sem er heyrist þá hviður.
Stígurinn heldur alltaf áfram í suður
En virðist samt halda í áttina austur.

Sólin sem skein svo hátt á himni
og skein á gaddana sem voru á þyrni.
Ekki leið á löngu
þar til iðandi lífið leið undir þoku.
Sólin hvarf og himinn varð dimmur
Og allt í einu skall á gríðarlegur bilur.
Rigning og rok blés á börnin
sem léku sér í rólum og leiktækjum
sem stóðu þá vot og líka tjörnin
sem fylltist að frjósandi vatni
og rigninginn varð að frosti.

Allt í einu hætti rigning og frost
En þá var komið kvöld enn og aftur
á sumum börnum var algjör kjaftur
Þar sem þau stóðu vot og köld
Þetta var nú ekki heitt kvöld
Fúsi sá eini sem var glaður
Því alltaf er gaman að leika í rigningu
Eins og maður er nú vanur.
Hlupu þá allir heim eins og skessur
En Fúsi varð eftir einn en samt glaður
Því alltaf er gott að vera eins og maður.
Á morgun mun koma enn einn dagur
og allt mun verða enn eitt blaður.