Lítill drengur
ég sé krakka hlaupa framhjá mér
held að þau séu lífsglöð og ánægð
þá sé ég þybbinn strák
sem spyr hvort hann megi vera með
en eftir smátíma er sagt við hann
,,Þú er hálfviti, þú ert aumingi, þú getur ekki neitt!”
drengurinn tók þessu eins og hversdagslegum hlut
næsta dag myndi hvort eð er allt verða eins
og því væri þetta framtíð hans
og þá rann upp fyrir mér
drengurinn var æskan mín
—
Ljóðið er byggt á sönnum atburðum sem ég upplifði. Ljóðið samdi ég 16 ára gamall, á 1. ári í menntaskóla eftir að hafa losnað undan grunnskóla þar sem ég var lengi lagður í einelti. Í dag, þegar ég les þetta ljóð, þá myndi ég segja að þetta sé eitt af fyrstu ljóðrænu skrefum mínum í átt að uppgjöri við æskuna mína. Ljóðið er ort í desember 2002.