fer inn í mig og flakka
aftur í tímann
hrufla aftur á mér hnéð lítill hnokki
tek af stað á fáki, flýg
niður götuna
sé á ný ásjónu mína í fyrsta sinn
heyri rödd þína móðir mín
sem huggar mig
unglinginn, barnið, fullorðinn mann
velti mér um í dúnmjúkum minningunum
faðma að mér handfylli
brosi að myndunum sem ég sé
og hlæ.
—–