Hmmm…mér finnst alltaf segja sig sjálft að bókmenntasagan, eins og önnur saga, er rituð eftirá. Sem gerir það að verkum að flestum stefnum er gefið nafn og þær skilgreindar eftir að þær mótuðust. Þetta segir mér að þegar hlutir eru “að gerast” og eru að þróast og brjótast um í deiglunni, þá er ekki endilega hægt að festa á þeim hönd.
Við lifum á fjölbreyttum tímum, fullum af mótsögnum og upplausn. Við sjáum það í flestum fræðigreinum, í poppkúlturnum, tísku og flestum hliðum mannlífsins. Og það ER, að mínu mati, stefna í sjálfu sér. Sem verður svo sennilega einangruð, dauðhreinsuð, sett mörk og nefnd þegar fram líða stundir. Við vitum að öll svona mörk eru í raun tilbúin, en ekki raunveruleg, því að öflin sem eru að verki eru vitundir einstaklinga en ekki samstillt “sam-vitund”, þó svo að auðvitað verði einstaklingar fyrir áhrifum síns samtíma.
Verður ekki bara tíminn að leiða þetta í ljós? Mér finnst það allavegana líklegast. Hitt er annað mál að mér finnst ég lifa á spennandi og skemmtilegum tímum og er að njóta þess í botn :o)<br><br>Kveðja,
Lynx
“You have a right to experiment with your life. You will make mistakes. And they are right too.” (Anaïs Nin)