Þannig er mál með vexti að í sálfræðitíma, las kennarinn upp tvö, mjög áhrifarík og flott ljóð eftir breska konu. Ég hef í rauninni aldrei haft áhuga á ljóðum..en það hefur þó verið að aukast með árunum :) Eftir að hafa heyrt þessi ljóð…þá bara..vááá…seinna ljóðið sem hann las upp, hefur til að mynda aldrei verið þýtt yfir á íslensku, því það er ekki hægt…svo flott og áhrifa ríkt er ljóðið :)
Allavegana, ég skrifaði nafnið á þessari konu niður í skólakompuna mína, því mig langaði að sjá fleiri ljóð eftir þessa konu. En ég man ekkert hvar ég skrifaði það…og til þess að ég finni það, þarf ég að fara í gegnum alla skólakompuna mína, og það er mikið mál, því ég krota svo mikið :P Svo hef ég líka margt betra að gera en það..
Svo ég ætla að skrifa hér fyrir neðan allt sem ég man um þessa konu…og vonandi vitið þið hver hún er :)
Hún var bresk, að ég held. Hún missti föður sinn aðeins 10 ára gömul. Faðir hennar dó því það var eitthvað að honum (matareitrun eða eitthvað) en hann neitaði að fara til læknis. Hún var aðeins 10/12 ára þegar hún reyndi fyrst að fremja sjálfsmorð. Hún var mjög þunglynd, og ljóðin hennar eru mjög áhrifarík sálfræðilega. Mjög ung að aldri tók hún sitt eigið líf. Hún skildi eftir sig tvö börn.
Því miður tók ég ekki nógu vel eftir í tímanum, en mjög margir í kringum hana frömdu sjálfsmorð, það er lygilegt hversu margir þeir voru…ég tók bara ekki eftir hverjir nákvæmlega.
Vonandi getið þið sagt mér hver þetta er :) Annars spyr ég bara sálfræðikennarann :)
An eye for an eye makes the whole world blind