Þetta er upphafið af ljóði sem ég hef verið að brölta með í huganum og er kominn eitthvað áleiðis með, ljóð sem ég tileinka móður minni og ætla þegar ég klára það að gefa henni það í afmælisgjöf. hún átti reyndar ammæli í sumar en betra er seint er aldrei. =o)


Í heiminn ég fæddist rauður og þrútinn
nýkominn út og farinn að kvarta
Æ sjáiði litla sæta labbakútinn
ætlann vilji eitthvað að narta?

Augu mín opnaði blasti við sýn
sem nam burt tár mín og ekka
þú tókst við mér brosandi móðir mín
og gafst mér líf þitt að drekka…
—–