INRI.
Veistu við erum búnir að ræða þetta.
Ég sé að þú tókst það til þín það sem ég sagði með að taka fram þínar skoðanir á málunum, sem er gott mál.
En það sem er ekki gott mál er einfaldlega það að þú heldur skítköstunum og leiðindunum áfram.
Mér er alveg sama… þetta er bara virkilega niðurdrepandi og leiðinlegt ,,ljóð" (ef ég ætti að kalla þetta ljóð) sem þú ættir halda útaf fyrir þig sjálfa.
Þú ættir að fara að taka þig saman í andlitinu og fara til sálfræðings.
Það sem ég er að reyna að segja að þetta er bara svo týpískt i cut myself so deep that the pain fades away ooooh yeah! ljóð.
Hér fyrir innan eru engar rökfærslur fyrir því afhverju þetta ljóð er svona lélegt, enda geturu ekki, frekar en fyrri daginn, dregið neitt nema þitt persónulega huglæga mat úfrá þessu ljóði, og þar af leiðandi getur þú ekki sagt að þetta ljóð sé lélegra en betra en þér einum finnst.
Þetta gerir álit þitt á ljóðinu hennar ekki einu sinni að neikvæðri gagnrýni, heldur einungis af tillitsleysi, vanvirðingu í garð tilfinninga annarra, og virkilegum skepnuskap.
Þú virðist heldur ekki hafa þroskann eða skynsemina í að sýna öðrum virðingu eða tillitssemi þar sem þú elskar að drulla yfir og setja út á verk annarra algjörlega af ástæðulausu.
Segjum sem svo að Aerith líði ílla og hún hafi tjáð sig með þessu ljóði til þess að létta á tilfinningum sínum. Eins og ég var
búinn að segja þér í fyrri samræðum okkar, þá hefur fólk fullkominn rétt á að tjá sig hérna án þess að fá slík leiðindi eins og þú virðist þrífast á, í fésið.
Ég veit ekki afhverju þú ert svona neikvæður í garð allra, s.s. hvað það er í lífi þínu sem gerir það að verkum að þú þarft að koma hingað og drulla yfir aðra sem kannski líður jafn ílla eða verr en þér sjálfum, en eitt er víst, og það er að við erum búin að fá nóg af leiðindum þínum fyrir fullt og allt.
Þú hefur um þrennt að velja:
1. Taktu þér tak og beittu þeim ljóðahæfileikum sem þú virðist búa yfir og farðu að beita jákvæðri gagnrýni öðrum til aðstoðar og ánægju, en ekki til leiðinda og niðurrifs
2. Farðu af þessu áhugamáli og lentu í svipuðu af öðrum stjórnendum á öðrum áhugamálum, og að lokum banni, því slík hegðun sem þessi verður hvergi liðin á huga.is
3. Haltu þessu áfram og við látum banna þig
Þetta eru mín lokaorð. Þetta verður ekki rætt meira, og ef þú heldur þessum leiðindum áfram, þá skaltu fara að leita þér af einhverju öðru að gera en að skoða huga.is, því þú munt ekki hafa tækifæri til þess.
Fróðleiksmoli