Ég var að reyna að byrja vel með rímum og ljóðstöfum en svo ákvað ég bara að láta það vera og ríma bara, þannig að fyrsta kvæðið er svoldið svona öðruvísi en hin:)
Stúlka í skógi situr hjá,
situr ein og kyrjar.
Lætur vindinn við vanga leika.
Veður blint og rökkvið byrjar.
Heyrir sálir skógarins reika.
Hún forðar sér frá illum öndum
og heldur sig hjá þeim góðu.
Þeir illu höfðu hana í böndum
Og burt með stúlkuna óðu.
Skugginn helltist yfir hana.
Þeir bjuggu til nýjan anda.
Hún þoldi ekki hræðsluna,
sem hafði hana á milli handa.
Dynkur heyrðist í djúpri gjá,
Á botni fagurs vetrardals.
En ekkert var fagurt við ásjón þá,
er stúlkan lá án alls.
Stúlkan var ein af þeim,
sem illir eftir sækjast
Nú á hún heima í betri heim,
Þar sem ekkert þarf að flækjast.
kv. Blomastelpa
