Ég geri nú stafsetninga og málfræðivillur eins og hver annar, það vantar ekki (meira segja nóg af þeim).
En ég get sagt að það er rétt hjá mér að hver sem er hafi rétt á að birta ljóð sín hérna, þar sem ég fylgi relgum og boðum huga.is.
Ég hef ekki haldið neinu fram sem ég hef ekki boð eða bönn huga.is á bak við mig, enda er það ekki ég sem kem með alhæfingarnar.
Ef þú notar ekki orð eins og “mér finnst” eða “það er mín skoðun”, þá skaltu búast við því að fólk taki orðum þínum sem fullyrðingu.
Hvað er þetta annað en fullyrðing:
“Alveg upp í svona 70% ljóðanna sem koma hérna inn eru frá kvenkyns þunglyndis- og offitusjúklingum sem eru enn að væla yfir einhverjum gaur sem dumpaði þeim fyrir meira en ári og þær eru búnar að búa til ljóð úr þessu öllu saman…”
Þú ert að segja að ljóðin séu þetta og hitt, en þú talar hvergi um skoðun þína eða álit. Maður notar “mér finnst” til þess að skilgreina skoðun eða önnur þau tæki & tól sem tungumál okkar hefur til þess að bera.
Hvernig myndum við annars þekkja mun á framsettri fullyrðingu eða einstaklingsbundnum skoðunum?
Þér er frjálst að hafa skoðanir.
En sem dæmi, þá getur þú engan veginn komið með þá skoðun að 70% af þeim ljóðum sem koma hingað inn séu frá kvenkyns þunglyndis- og offitu sjúklingum, því þú hefur nákvæmlega enga hugmynd um það.
Þetta kallast að kasta fram fullyrðingu án nokkurra sannana eða rökstuðnings.
Ef þú villt henda fram skoðun þinni á einhverju málefni, passaðu þá að þú sért í fyrsta lagi ekki að fullyrða, og í öðru lagi að þú sért tilbúinn að “nenna því” að taka fram að um skoðun þína sé að ræða, svo að fólk haldi einmitt ekki að um fullyrðingu sé að ræða.
Sem dæmi um þá skoðun þína að fólk ætti að æfa sig og setja ekki fyrsta ljóð sitt á prent fyrir framan alþjóð, þá er ég meira að segja sammála. En þessi skoðun á um okkur tvo (s.s. ég og þú myndum ekki vilja láta lesa frá okkur okkar fyrstu tilraun sem eflaust er frekar slæm), og eflaust einhverja fleiri. Hinsvegar, þeir sem ekki hafa þá skoðun er meira en velkomið að senda ljóð hingað inn án þess að vera gagnrýndir fyrir þá ákvörðun sína þar sem það er ekkert í reglum huga.is sem bannar þeim það.
Það er heldur ekki eins og þetta áhugamál sé að deyja úr of mikilli þáttöku :)
Persónulega myndi ég vona að fleiri myndu senda inn sín fyrstu “þunglyndis- og offituljóð” eins og þú orðaðir það bara til þess að fá meiri virkni á þetta áhugamál. Og ef ljóðin eru misgóð, þá er bara um að gera að beita jákvæðri og uppbyggjandi gagnrýni og benda höfundi á leiðir til þess að bæta sig í ljóðagerð sinni svo að einn daginn geti sá höfundur orðið virkt og mikils metið ljóðskáld á þessu litla áhugamál okkar.
Ekki satt?
Kkv,
F.