Þetta er saga af manneskjum þeim
Sem lifa eins og tröll í annars tæknivæddum heim.
Þeir í burtu lifa ei langt,
og ekkert gera rangt.
Þeir á lítilli eyju lifa
Og klukkan er lengi að tifa,
Þar allt er frosið í níu mánuði á ári
Og allt er í fári.
Þeir stjórna sínum krökkum
Eins og litlum rökkum
Með sögum af mönnum þessum
Sem komnir eru af skessum
Hann gjafir í skó setur
Um miðjan vetur.
Þá Þeir þessa hátíð halda
Og alls ekki í mó malda.
Hátíð þeirra eru jól
Og stelpur ganga í kjól,
Og drengir í jakkafötum
En ekkert er með götum.
Þeir fagna fæðingu manns
Og seinna dauða hans.
þeir gjafir gefa öllum
bæði konum og köllum.