Hæ allir,
þetta er frumraun mín hérna á ljóðunum. Ég reyndi að senda þetta áður en admin vildi endilega setja þetta á korkinn því að þetta var svo stutt. Mér finnst fáránlegt að stutt ljóð eigi að fara á korkinn… það er ekki eins og þau séu second class þó að þau séu stutt. Ég vona alla veganna að þetta endi í greinunum því að þau ljóð fá mun meiri athygli heldur en korkurinn. Svo ef þetta gengur vel getur verið að maður setji inn fleira.
Rómeo og Júlía nútímans.
Þau voru yfirmáta ástfangin,
óendanlega hamingjusöm.
Ekkert,
ekkert,
ekkert, gat komið upp á milli þeirra.
Nema
hversdagsleikinn.