Alltaf finnst mér jafn forvitnilegt að fylgjast með hvernig gengur að setja ljóðin inn hérna. (Ungfrú nöldurskjóða og tuðleiðindapúki, setur sig í stellingar og strýkur hökuna, svoleiðis svar-gljáandi af einskærri illkvittni og andstyggilegheitum……) :oD
Það sést á stöðukubbnum hversu margar greinar hafa komið inn í dag. 10 stykki, no less. Þar af á ég 2 síðan í morgun.
Svo, af einhverjum dularfullum ástæðum, hefur einhver admin./op. poppað inn rétt eftir hádegi og samþykkt EITT (1, uno, one…) ljóð og látið þar við sitja… Hvurslags! Hvað á þetta að fyrirstilla…? Hvad er det for noget? :oS
Æi, mér fannst þetta bara fyndið, ég er ekkert að ergja mig. Bara svona að tala við sjálfa mig… Eru ekki allir í stuði bara…? *hóst* :oD

Lifið heil og ljóðrænt í dag krúttin!<br><br>Kveðja,

Lynx

“You have a right to experiment with your life. You will make mistakes. And they are right too.” (Anaïs Nin)