Varðandi skáldaleyfið…mér fannst könnunin pínu flausturslega samin. Það eiginlega verður að taka fram að skáldaleyfi, skv. almennri hefð, er ekki eitthvað sem er “í lagi” að nota til hægri og vinstri. Hefðin á bakvið þetta er stíf og ég myndi EKKI nota þetta orð um þá sem beygja málið og sveigja í sífellu. Þetta hefur gegnum tíðina verið eitthvað sem er ásættanlegt að nota hóflega og af smekkvísi, í neyðartilfellum.
En auðvitað eru skiptar skoðanir um ljóðið og hversu mikið frelsi þú getur gefið þér. Skáldaleyfið er í raun aðeins hugtak innan ljóða/kvæða sem eru rituð undir hefðbundnum bragarháttum. Því það segir sig sjálft að reglur hefðbundinnar bragfræði og hefðar eru stífar og krefjast aga og góðs valds á móðurmálinu. Þaðan er skáldaleyfið sprottið.
En við lifum á tímum þar sem ljóðið er frjálst form og manni sjálfum frjálst að velja sér form…eða ekki form. Því vil ég meina að ef fólk er á annað borð að velja það sjálft að yrkja í bundnu máli, þá skuli skáldaleyfið notað af ÝTRUSTU varkárni, skynsemi og smekkvísi.
Þessvegna finnst mér vanta í könnunina valkostinn: “Já, innan þröngra marka.”

Hafið það gott í dag! :)<br><br>Kveðja,

Lynx

“You have a right to experiment with your life. You will make mistakes. And they are right too.” (Anaïs Nin)