Fann nokkur ljóð ef þau koma að notum??
Að botninn væri í Borgarfirði
bagi þótti í gömlum sögum.
En haf´ ann suður í Hafnarfirði
hentugt þykir nú á dögum.
eftir Bjarna Ásgrím Jóhannsson kennara
http://www.baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=1566&n=3587Hafnarfjörður
Hafnarfjörður er einginn andskotans bær
Hafnarfjörður er jú álver
og álverið stækkar og stækkar
og skyrpir úr sér eitri í loftið og hafið
Útihúsinn í helvítis álverinu
kallas Hafnarfjarðarbær
þar ganga furðuverur
eftir snjóklæddri gangstéttinni
Barnavagnar , aldraðir, skólakrakkar
Á götunni keyra raðir af bílum
með verkamenn á leiðinni í Straumsvík
Á færibandi dauðans
líflaus meingaður sjórinn
mótmælir snöktandi
Í vel uppýstum skrifstofum
sytja illa upplýstir embættismenn
Tölvur reikna ágóða
rauðir knappar skýna
og símarnir hringja saungva kapítalismans
þar spilar maður handbolta´
á veturna
og leikur víkinga
á sumrinn
Þar er fjarðarkaup
vínbúð og dansiball
Rónarnir fara í strætó
með góðlyndum bílstjóra
þeir tala um prófkjör
við góðan bílstjórann
á leiðinni til Reykjavíkur
það er minni meingunn þar
maður verður að hugsa um heilsuna
seigja utangarðsmennirnir
og bílstjórinn kinkar kolli
Það mesta finns í Hafnarfirði
en það miklivægasta sakknas
andrúmsloftið
Heill þér,gamli Hafnarfjörður,
hlýi,góði mannlífsvörður.
Æði vel af guði gjörður,
góðra vætta höfuðból.
Stendur byggð á styrkum grunni,
storka hrauns í fyllingunni.
Allra vinda og veðra skjól.
Megi börn þín bera hróður,
bæta og styrkja allan gróður.
Öll þín sæmd er okkar sjóður,
öll þín hneisa okkar smán.
Megi allt þitt mannlíf gróa,
menntun geri hugsun frjóa.
Best þér veitist barnalán.
Því skal þor og þrek til dáða
þinni sögu ávallt ráða,
svo að forlög fái skráða
framtíð þína á gullin spjöld.
Ef að hönd í hönd vil taka,
heilladísir munu vaka,
Hafnarfjörður,ár og öld.
Ásjón 1925-
http://www.ferlir.is/?s=frodleikur&naid=1354Byrði
Á hjarta þínu þung byrði er
en hún fer í burtu
trúðu mér
því lífsglaður engill, engilinn þú
átt heima á jörðu hér og nú.
Án þín tilveran yrði svo tóm
og ég heyri englanna róm
þeir kalla til mín hún ei heima á hér
heldur niðri, niðri hjá þér.
Eyrún 1990-
http://www.ljod.is/viewpoem.php?iPoemID=17601&sSearch=authors