hvað er það?
það er appelsínugult sólarlag
valhopp niður laugarveginn
sígarettureykur, glamúr úthverfa stjórnleysis
ríkasti maður í heimi á ekki aur
og ég ætla að borga fyrir visku hans
svo hérna erum við
steikta kynslóðin
í byrjun 21 aldar
eftir krist
ung og öndum enn
en nú er það prófraun
því við höfum prófað allt
og erum þreytt á öllu
of mikið, of lengi, of ung, of oft
og það er of seint
en við gefumst ekki upp
aldrei
við syndum gegn straumnum
sem reynir að bera okkur
á veg meðaljóna
förum út
leggjumst í grasið
ímyndum okkur að ljósastaurarnir séu stjörnur
ímyndum okkur stjórnleysi
stjórnuðu stjórnleysi
frið
ást
þar til allt springur
og veruleikinn blasir við
let me forget about today until tomorrow..