Skála og syngja Skagfirðingar

skemmtun vanda’ og gera hitt.

Heyrið slyngir Húnvetningar

hér er landaglasið mitt.



Í glasinu er góður landi

gerður handa mér og þér.

Tengdapabbi tilvonandi

tek ég ofan fyrir þér.



Bregst ei þjóð, á Brúarvöllum,

bragarglóð sem aldrei dvín

því skagfirskt blóð er í oss öllum

sem elska fljóð og drekka vín.



Sá sem kannast ekki við þetta lag/ljóð, hefur alveg pottþétt ekki farið á fyllerí í Skagafirði, haha.