… Lent í því að skrifa ljóð eða lag, lesa það síðan yfir og fatta að það sem þið voruð að skrifa er alveg eins eða mjög líkt einhverju öðru lagi eða ljóði?
Mér finnst eins og þetta sé alltaf að koma fyrir mig og það versta er að ég hef ekki heyrt flest þessi lög sem eru svona lík því sem ég er að skrifa.
Jaaa….það var gaur sem hefur aldrei markivisst hlustað á bítlana..kannski heyrt einn og einn bút í útvarpinu úti á götu….en aldrei þekkti hann bítlana….
Hann gaf út plötu..og innihaldið voru öll frægustu bítlalögin..og hann hafði ekki hugmynd um það.
Annað dæmi um mann í bandaríkjunum sem skrifaði bók…en hún hafði einfaldlega verið skrifuð áður..og hann hafði lesið hana þegar hann átta eða níu ára…skrifaði hana aftur 50 árum síðar sem sitt eigið ritverk og..varð auðvitað stein hissa þegar hann komst að því að þetta var eldgömul bók.
Annars hef ég ekki oft lent í svona sjálfur…en kemur fyrir.
já vá, þetta hefur komið oft fyrir, maður er að semja laga á gítarinn, og reynir að fá þetta til að hljóma almennilega, og velur því oft sama takt og sömu grip og maður hefur kannski heyrt einu sinni í útvarpinu, án þess að muna eftir því lagi, og svo heyrir maður þetta helvítis lag aftur og þá brjálast maður.. :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..