Vandamálið er að þetta áhugamál er mjög virkt og það koma yfirleitt átta greinar inn í hvert skipti. Fólki á forsíðunni fannst það hrottalega pirrandi að hún fylltist upp af ljóðum á meðan hún á að sýna nokkurnveginn yfirlit yfir öll áhugamál, hvað er nýjast og svona. Mér finnst bara ekkert að þessu systemi sem var komið á, hins vegar var það þannig að ef þú kíktir í “sjá greinar eftir notanda” þá komu ljóðin ekki upp, sem var svo breytt sem betur fer.