Þetta ljóð er eftir Guðjón Weike og er um fjörðinn sem ég bý í. Við fengum það verkefni í skólanum að leita að ljóðum á netinu sem okkur leist vel á, og ég valdi þetta.
Njótið

Upp er runninn dýrðardagur
dásemd jarðar öll er skýr.
Er sem opnist undrafagur
ævintýraheimur nýr.
Jökulsá í stríðum straumi
streymir fram um gil og sand.
Mér finnst líkjast ljúfum draumi
lands og sólar handaband.

Augun gleðja öll þau undur
allt frá sæ að heiðarbrún.
Klettur, lækur, foss og lundur
lítill bær og gróin tún.
Fjöllum krýndur, fagurgjörður
skógi vaxinn víðs um grund.
Aldrei gleymist Öxarfjörður
eftir slíka morgunstund.

Höf.: Guðjón Weike
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.