Nú er ég búinn að vera að læra fyrir próf eins og ég veit ekki hvað og var orðinn, ja frekar leiður á því og þess vegna samdi ég ljóð (sem ég hef aldrei gert áður). Þetta er sem sagt lélegt ljóð en mér finnst léleg ljóð oft skemmtileg eins og lélegasta ljóð íslands sem ég heyrði um daginn. ljóðið sem ég samdi hljóðar svona:

Góði Guð.

Gefðu mér 10,
eða lágmark 9.
Ekki gefa mér 8,5
því það er bara bögg
Ó Guð, hjálpaðu mér,
að ná 10 á þýskuprófinu.

Plííííííííííííííííííííís,
Ég bið þig.
Þá ertu bestur

og ég líka.
Amen.