Ég hef svo sem áhuga á því að koma með nokkur ljóð… annars frétti ég af bók sem á að koma út bráðlega (ég held að það sé full seint að senda inn núna samt…) en hún mun heita (að ég held) “Raddir ungra skálda”. Þar verða mörg ljóð eftir unga höfunda.
Ég hringdi sjálfur í Andra Snæ um daginn og spurði hann nokkra spurninga um bókaútgáfu (ljóðaútgáfu) og hann sagði að þetta væri lítið mál… maður græðir ekkert á því að fara með þetta til bókaforlaganna en maður gæti grætt nokkra þúsundkalla á því að gefa þetta út sjálfur. Hann sagði að hann hafi selt bókabúðum stykkið á 1000 kall (700 eintök í allt), að prentkostnaðurinn hafi verið ca. 100.000 kall (eða 200.000 … man það ekki nákvæmlega) og þá hafi hann fengið ca. hálfa milljón í vasann :Þ)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.