Þetta ljóð heitir Hún og rómantík var ekki efst í huga semjanda er hann orti þetta ljóð.
###
Hún
Pakkningin er horfin á brott,
Að kveikja í er alltof gott.
Finn ég hvernig tungan brennur,
og finn ég þegar eyðast tennur.
Reykurinn er orðinn hollur,
Um mig allan fer svo hrollur.
Þegar hún á enda tekur,
Sýran um minn heila lekur.
Nú áfram get ég haldið að lifa,
klukkan heldur áfram að tifa.
Heilablóðfall skelfir mig ekki,
blóð mitt inniheldur feita kekki.
Lungun mín eru svört sem dauðinn,
Enda mun hann sækja mig, kauðinn.
Höf. Jóhann P. Kulp
###