Var að enda við að semja þetta ljóð, finnst það svona lala en aðalmálið er að ég finn ekkert hvað það á að heita :S datt í hug ,,Svik"… eða e-ð… Ljóðið er svona:
Að baki er bernskan, burt eru árin
Svo gróin skyldu, dýpstu hjartasárin
en bernska mín sýndi að reynslan bítur
betur en nokkur skæri eða hnífur
Og sár þessi gróa svo hægt og svo illa
og sem eitur í sálini öllu þau spilla
eins og hnífur sem standslaust er potað og snúið
en enginn getur bernskuna forðast né flúið
Og barnið mitt ljúfa er liggur mér hjá
og með saklausum augunum horfir mig á
mátt vita er augum þeim lífið þú lýtur
þitt barnslega traust það svíkur og brítur.
……………………….
Endilega komið með ykkar álit og má alveg koma með tilllögur til úrbóta ;) ég er alveg opin fyrir gagnrýni á þessu og (öðrum ljóðum mínum)