Vísur Vatnsenda-Rósu
Augað mitt og augað þitt,
og þá fögru steina
mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veizt, hvað eg meina.
Langt er síðan sá eg hann,
sannlega fríður var hann,
allt, sem prýða mátti einn mann,
mest af lýðum bar hann.
Trega eg þig manna mest
mædd af tára flóði,
ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.
Engan leit eg eins og þann
álma hreyti hjarta.
Einn guð veit eg elskaði hann
af öllum reit míns hjarta.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali og jökul ber,
steinar tali og allt, hvað er,
aldrei skal eg gleyma þér.
Augað snart er tárum tært, tryggð í partast mola,
mitt er hjartað sárum sært,
svik er hart að þola.
Beztan veit eg blóma þinn,
blíðu innst í reitum.
Far vel Eyjafjörður minn, fegri öllum sveitum.
Man eg okkar fyrri fund,
forn þó ástin réni.
Nú er eins og hundur hund
hitti á tófugrund