Ég ætlaði að athuga hvernig öðrum fyndist frumraun mín í ljóðagerð.. þetta ljóð var ég látin gera í skólaverkefni, þar sem ég átti að skrifa um náttúruna…
Hrjúfur steinn með hvassa brún
Hendist niður á lítið tún
Laufin læðast allt í kring
Mynda um litla steininn hring.
Voldugt tré hefur upp tenór raust
Tónninn minnir á hrímkalt haust
Blómadrottning rís úr svörtum sandi
Steinninn smái er á óvinalandi.
“Hvað ert þú hér að vilja?
Veturinn mun okkur hylja
Þú skalt hypja þig héðan á braut
Hér ógæfan falla mun þér í skaut”
Sólin sest, sælleg og rjóð
Skyndilega heyrast engin hljóð
Steinninn eftir í myrkri situr
Sár út í lífið, reiður og bitur
Vetrarins vættur fer á stjá
Vomar yfir með hvössum ljá
Framkallar fönn yfir vesalings steininn
Hér mun hann bera beinin
Ég ætlaði að biðja ykkur um að gagnrýna þetta hjá mér.