Verð nú bara að segja að þetta er mjög vel yrt ljóð. Ætla að skipta skoðun minni upp í slæma og góða hluti í sambandi við það.
Byrjum á þeim góðu:
Þú nærð vel að halda út súrrealismanum allan tímann, maður hefði haldið að það færi að slappast þegar líða færi að endanum.
Notkun ljóðstafa er mjög góð, stuðlar vel saman og há og lágkviður eru greinilegar.
Fær mann til að hugsa um andhverfurnar í lífinu og hvernig heimurinn í raun og veru er.
Svo þeir slæmu:
Mér finnst mjög leiðinlegt þegar það vantar íslenska stafi.
Mættir bæta við kommum í lok lína og svo stilla þessu aðeins betur út. Spurning líka um að skipta þessu upp í 2 erindi með 4 línum stuttum línum hvort ?
Niðurstaða:
Glæsilega gert, endilega sendu meira inn, gaman að lesa ljóð eftir þig.