Kling, kling
kistan tóm.
Gleðja sig við gullsins hljóm.
Safna aurum, aurum spara.
Eld af sinni köku skara.
Öllum gæðum öðrum hafna.
-Safna.
Kling, kling
kistan hálf
kistan-hún er sálin sjálf.
lofa, svíkja,
sníkja,
smjaðra, smjúga,
sjúga.-
Allra óskum neita
brögðum beita,
-Reita.
Lagð úr annars ull.
Ekki um álashirða
ekkert virða
nema gull.
Kling, kling
kistan full.
He, he…ormagull.
Kistan var af guði gjörð
Grafa í jörð.
Grafa í jörð.
þetta ljóð er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
(¯`v´¯)