Til Karínar ertir dansinn


úr fögrum rósum vil ég vinda
þér, vinu minni, krans um hár,
úr minningum þér blómsveig binda
er blikni ei fram á gmalsár.

Með eigin höndum ástgjöf mína
ég ætla, kæra, að flétta þér,
þitt gráa hár skal kransinn krýna,
er koldimm gröfinn skýlir mér.

Svo yndisleg og uns í dansi
er ástin mín, en samt ei glöð,
-svo þyrnar eru á þessum kransi
og þrungin eitri hin grænu blöð.

Ég dropa blóðs á bránni þinni
sé blika und sveignum þér um hár,
svo kemur illt af ástúð minni
og undan mínum kransi sár.

Eftir Gustaf Fröding
(¯`v´¯)