Yfir mýrinni syrtu skuggar kvöldsins,
þokan, þögul og tóm, var allt.
Ekkert lát á blýgráum skýjum regnsins,
það streymdi hljótt og ísikalt.
Engin einigrein eða grænklædd þúfa,
þá ekkert beitilyng á hól,
bærði þann dauðans lit sem hugðist grúfa
og lagðist yfir mosans ból.
Hringsólandi regnþungum vængjum þýtur
-einmana-soltinn-haukur hjá.
Skógurinn þögull frá myrkrinu lítur
yfir tómarúmsins gjá.
Þótt enn í vestri glitti rofan daufan,
síðustu leifar dagslóðar,
yfir hamarinn kaldan, hálan, blautan,
hann aldrey komst til mýrinnar.
Hér fær lúinn hugur hvíluna bestu,
hér fær gremjan (og) lausan taum,
ósnortinn af voninni sem án festu,
siglir um lífsins brim og straum.
Hér fær brunnin þrá með sársauka kulið
ösku um svalan aftaninn.
Hér fær sorgariðrim í rökkri hulið
roða skammar á tæðri kinn.
Hér fær lundinn slitið taugar bandsins,
lifs og sorgar síðasta bands.
Héðan liggur leiðin til dimma landsins,
til hins eilífa tóma lands.
Eftir Gustaf Fröding
(¯`v´¯)