Breyskur maður hér í heimi
hefur ekki látist enn.
Furðulegt hvað falla margir
fyrirmyndar afreksmenn.


Ég hef alltaf sagt þó enginn trúi mér að Stormsker er snillingur, flestir telja hann bara vera fyllerísperra en ég lít á hans ungu tíma og sé það sem virkilega i manninum býr.
Eins og þetta ljóð til að dæma (þetta ljóð er í það minnsta 23 ára gamalt og ekkert hefur breyst í dag) þá bendir hann manni á hversdagslegan hlut og gerir að háðdeilu, sem er snilld!

þetta ljóð er úr ljóðabókinni Kveðið í kútnum sem er mjög skemmtileg lesning, en uppáhaldsbókin mín eftir hann er viskustykki.

Ég vill líka bæta öðru ljóði sem mér fannst tala ágætlega til mín.

Vonlaust

Í fépyngjum
þú finnur ekki
hamingju.
Það kreistir enginn
eplasafa
úr steinvölu.
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey